Eftirtaldar skipulagstillögur eru auglýstar skv. 31. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögurnar eru til umsagnar í skipulagsgátt og er hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar þar.
Útvíkkun þéttbýlismarka Þorlákshafnar - ASKbr
Lögð er fram aðalskipulagsbreyting sem felur í sér útvíkkun þéttbýlismarka Þorlákshafnar. Breytingin felur í sér að þéttbýlismörk eru stækkuð þannig að þau nái út fyrir iðnaðarsvæði á Víkursandi og fyrir sunnan Suðurstrandarveg.
Tillagan var samþykkt til auglýsingar á fundi bæjarstjórnar þann 2. júní 2025.
_________________________________
Réttarhola Nýtt deiliskipulag
Lagt er fram deiliskipulag fyrir Réttarholu í landi Kröggólfsstaða. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir byggingu allt að 50 m² dæluhúss við borholu á raskaðri lóð, í samræmi við gildandi aðalskipulag Ölfuss 2020-2036 þar sem svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland (L1). Skipulagssvæðið nýtist til vatnstöku fyrir seiðaeldisstöð á nálægri lóð og fellur framkvæmdin undir heimila notkun samkvæmt aðalskipulagi.
Tillagan var samþykkt til auglýsingar á fundi bæjarstjórnar þann 28. Ágúst 2025.
_________________________________
Laxabraut 5 – Nýtt deiliskipulag
Lagt er fram nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 5. Á lóðinni er rekin fiskeldisstöð en stefnt er að stækkun starfseminnar.
Tillagan var samþykkt til auglýsingar á fundi bæjarstjórnar þann 28. Ágúst 2025.
_________________________________
Spóavegur 12 og 12a – Sameining lóða, Deiliskipulagsbreyting
Lögð er fram breyting á deiliskipulögunum Spóavegi 12 og Spóavegi 12a. Breytingin felur í sér að gildandi deiliskipulög fyrir lóðirnar eru felld niður en í staðinn er lagt fram eitt sameiginlegt deiliskipulag.
Tillagan var samþykkt til auglýsingar á fundi bæjarstjórnar þann 28. Ágúst 2025.
_________________________________
Framkvæmdaleyfi – 2 Vinnsluholur í Hverahlíð – Orkuveita Reykjavíkur
Samþykkt var framkvæmdaleyfi fyrir borun tveggja vinnsluhola á borsvæði í Hverahlíð, Hellisheiði. Umsóknin er í samræmi við 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Fyrirhuguð framkvæmd felur í sér stækkun núverandi borplana, lítils háttar aðlögun vegslóða, greftri þróar fyrir skolvatn, uppsetningu yfirborðsbúnaðar, tengingu við safnæðastofn og frágang raskaðra svæða. Borplönin eru innan iðnaðarsvæðis Hverahlíðarvirkjunar skv. aðalskipulagi Ölfuss 2020-2036 og gildandi deiliskipulagi frá 2007, sem heimilar allt að 8 borstæði á hverju borsvæði og heildarfjölda allt að 33 hola. Fyrirhuguð framkvæmd var metin í umhverfismati vegna Hverahlíðarvirkjunar og liggur fyrir álit Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin sé heimil með tilliti til umhverfisáhrifa skv. lögum nr. 111/2021.
Framkvæmdaleyfið var samþykkt í Bæjarstjórn Ölfuss þann 17. júlí 2025.
_________________________________
Framkvæmdaleyfi – Rannsóknarborhola HR-03– Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur sótti um framkvæmdaleyfi vegna borunar rannsóknarholu HR-03 í Hverahlíð, innan borsvæðis B2 samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Framkvæmdin felur m.a. í sér gerð borplans, borun holunnar, lagningu aðkomuvegar og veitna, prófanir og frágang. Fram kemur að framkvæmdin er hluti af umhverfismati Hverahlíðarvirkjunar frá árinu 2008 og rúmast innan þeirra marka sem sett eru í því umhverfismati. Framkvæmdin er jafnframt í samræmi við gildandi aðalskipulag og deiliskipulag og umsókn uppfyllir kröfur 7. gr. reglugerðar nr. 772/2012.
Framkvæmdaleyfið var samþykkt í Bæjarstjórn Ölfuss þann 28. Ágúst 2025.
Vakin er athygli á að kærufrestur
Skipulagstillögurnar eru til umsagnar á Skipulagsgáttinni á www.skipulagsgatt.is til og með 23.10 2025. Til að finna ákveðið mál skal smella á „Leita að máli“ og slá inn nafn málsins í leitarreitinn.
Á Skipulagsgáttinni er hægt að:
- Skoða allar upplýsingar og gögn sem tengjast málinu
- Leggja fram athugasemdir
- Lesa þær athugasemdir sem aðrir hafa sent inn
Ef hakað er við „Vakta mál“ á tilteknu máli, fær viðkomandi tilkynningu í tölvupósti í hvert skipti sem breyting verður á málinu.
Þá er einnig hægt að nálgast upplýsingar eða gögn á Bæjarskrifstofu Ölfus, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, með því að senda fyrirspurn á skipulag@olfus.is eða hafa samband við bæjarskrifstofuna í síma 480 3800.
Sigurður Steinar Ásgeirsson
Skrifstofu- og verkefnastjóri
Umhverfis- og framkvæmdasvið
Vakin er athygli á að samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 73/2020 og 2. mgr. 6. gr. laga nr. 160/2010, má kæra ákvarðanir sveitarstjórnar um samþykkt aðalskipulagsbreytinga og deiliskipulagsáætlana til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Um kærufrest fer samkvæmt 3. mgr. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem kveðið er á um fjögurra vikna kærufrest frá birtingu ákvörðunar í B-deild Stjórnartíðinda.
Ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmdaleyfis samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 2. mgr. 14. gr. sömu laga og 5. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi, er sjálfstætt kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011. Kærufrestur vegna slíkrar ákvörðunar er einn mánuður, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011.
Um meðferð kærumála gilda ákvæði laga nr. 130/2011, reglugerðar nr. 1300/2011 um málsmeðferð fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, auk ákvæða stjórnsýslulaga nr. 37/1993, einkum um kæruheimild, sbr. 26. gr., andmælarétt, sbr. 13. gr., og rannsóknarreglu, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga.
Kæru skal beint til úrskurðarnefndarinnar að Borgartúni 21, 105 Reykjavík, eða með rafrænum hætti í gegnum kærugátt Stjórnarráðs Íslands á www.stjornarradid.is