Auglýsing um skipulag Geo Salmo

Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti þann 24. nóvember eftirtalda skipulagstillögu til auglýsingar í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010:

 

Deiliskipulagstillaga fyrir fiskeldisstöð Geo Salmo vestan Þorlákshafnar

VSÓ ráðgjöf hefur unnið deiliskipulagtillögu fyrir fiskeldisstöð Geo Salmo í Básum vestan Þorlákshafnar. Skilgreindur er byggingarreitur fyrir mannvirki og sýnd staðsetning útrásar og borhola og settir skilmálar fyrir uppbyggingu lóðarinnar.

 

Fiskeldisstöð Geo Salmo greinargerð deiliskipulags tillaga

Fiskeldisstöð Geo Salmo deiliskipulaguppdráttur tillaga

 

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, dagana 2. desember 2022 til 16. janúar 2023. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 16. janúar 2023 eða með bréfpósti á skipulagsfulltrúa, bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?