Auglýsing um skipulagsmál

Á 333. fundi bæjarráðs Ölfuss þann 20.8.2020 sl., var samþykkt að auglýsa eftirtaldar deiliskipulagstillögur í samræmi við 1. málsgrein 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulag vegna fiskeldisstöðvar við Laxabraut 21-25 í Þorlákshöfn

Reist verða mannvirki í formi húsa, kerja, vatnsmiðlunartanka, fóðursílóa og súrefnistanka auk vatns- og frárennslislagna, ásamt lagningu gatna, plana og bílastæða. Vatnsöflun til rekstursins verður frá borholum innan lóðar. Frárennsli verður síað og hreinsað áður en það verður leitt til sjávar. Afurðir verða fluttar að stærstum hluta á erlenda markaði. Þegar fiskeldið verður komið í fullan rekstur er gert ráð fyrir allt að 20.000 tonna ársframleiðslu. Skipulagsgögn má sjá hér og hér.

Deiliskipulag fyrir Lind í Ölfusi

Fyrirhugað er að reisa skemmu á landinu en markaðir eru byggingarreitir fyrir 3 hús og 3 frístundahús auk tveggja bygginga til landbúnaðarnota í samræmi við aðalskipulag. Skipulagsgögn má sjá hér.

 

Deiliskipulag fyrir Lindarbæ í Ölfusi

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að skipta landinu í tvær lóðir. Lóðirnar verða um 0,5 HA og 2 HA. Markaður er byggingarreitur fyrir íbúðarhús á báðum lóðum en á þeirri minni stendur nú þegar eldra hús innan reitsins sem þar er markaður. Skipulagsgögn má sjá hér.

Tillögurnar liggja frammi til kynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss að Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn frá 26. ágúst – 9. október.

Frestur til að gera athugasemdir er frá 26. ágúst – 9. október 2020. Skila má athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarberg 1, eða rafrænt á skipulag@olfus.is.

 

Grenndarkynning vegna breytingar á deiliskipulagi virkjunar á Hellisheiði. 

Á 333. fundi bæjarráðs Ölfuss þann 20.8.2020 sl., var samþykkt að grenndarkynna óverulega deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. málsgrein 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í því að skilmálum er breytt þannig að brjóta skal upp veggfletti  ef byggingar eru lengri en 100 m á hliðum sem eru sýnilegar frá Suðurlandsvegi, auk aðkomuhliða bygginga.  Áður var skylt að brjóta upp allar hliðar sem voru lengri en 30 m. Tekin eru burt ákvæði hvað varðar liti málmklæðninga.  Þá er bætt við að gljástig málmklæðninga skuli einnig ná til lagna og stakra búnaðarhluta utanhúss. Skipulagsgögn má sjá hér.

Frestur til að senda athugasemdir er frá 26. ágúst – 25. september 2020. Skila má athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss, Hafnarbergi 1, eða rafrænt á skipulag@olfus.is, merkt „Hellisheiðarvirkjun“.

Heimilt er að stytta tímabil grenndarkynningar hljótist undirritað samþykki hagsmunaaðila fyrir áformunum, skv. 3. mgr., 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Gunnlaugur Jónasson

skipulagsfulltrúi

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?