Auglýsing um styrki til landbótaverkefna

P9180009
P9180009
Uppgræðslusjóður Ölfuss

Uppgræðslusjóður Ölfuss auglýsir eftir umsóknum  um styrki til uppgræðsluverkefna 2011. Heimilt er að veita landeigendum, Sveitarfélaginu Ölfusi, félagasamtökum og öðrum umráðahöfum lands, styrki til landbótaverkefna. 

 

 Uppgræðslusjóður Ölfuss

  – auglýsing um styrki til landbótaverkefna


Uppgræðslusjóður Ölfuss auglýsir eftir umsóknum  um styrki til uppgræðsluverkefna 2011. Heimilt er að veita landeigendum, Sveitarfélaginu Ölfusi, félagasamtökum og öðrum umráðahöfum lands, styrki til landbótaverkefna.  Með styrkveitingum úr sjóðnum er ætlunin að efla landgræðslu og gróðurvernd í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Styrkhæf verkefni

Við ákvörðun um styrkveitingar er einkum lögð áhersla á verkefni sem falla að framkvæmdaáætlun, en framkvæmdaáætlun Uppgræðslusjóðs Ölfuss beinist að eftirfarandi verkefnum:

 

a.     Stöðvun sandfoks, eflingu gróðurs og jarðvegsverndarskógrækt í nágrenni Þorlákshafnar.

b.    Stöðvun jarðvegsrofs og endurheimt gróðurs á 700 ha landsvæði milli Hengils og Lyklafells.

Nánari upplýsingar gefur umhverfisstjóri ölfuss í síma 862-0920. Einnig má finna frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð á heimasíðu sveitarfélagsins á slóðinni www.olfus.is

Skila þarf umsóknum fyrir 15. apríl og mun ákvörðun um úthlutun styrks liggja fyrir 15. maí.

 

Stjórn Uppgræðslusjóðs Ölfuss

 

Ljósmynd:  Sigurður Jónsson

Símalínan frá Eyrarbakka, lá þar sem Kampurinn er nú. Þessir staurar eru löngu komnir á kaf í sandinn. Þó má finna einn og einn, eins og þessi mynd sýnir.

Upplýsingar sóttar í Sögu Þorlákshafnar, fyrsta bindi.

Þorleifur Guðmundsson, nefndur síðasti útvegsbóndinn í Þorlákshöfn var fæddur 25. mars 1882 á Stóru-Háeyri á Eyrarbakka og lést í Reykjavík 5. júní 1941. Hann kaupir jörðina Þorlákshöfn 1909. Baráttumál Þorleifs voru mörg, meðan hann var alþingismaður, til uppbyggingar í Þorlákshöfn s.s. höfnin og síminn. Eitt barna hans var vel þekkt hér í Þorlákshöfn, Sigurður Þorleifsson, hinn mikli sagnabrunnur sem skráð hefur niður m.a. heimildir um kennileiti þau sem eru við Þorlákshöfn.

Það mun hafa verið árið 1913 sem símamálið, lagningu á síma til Þorlákshafnar, kom fyrst til umræðu að hans beiðni. Fyrirhugað var að leggja símann austan frá Eyrarbakka til Þorlákshafnar. Málið var lengi í vinnslu. Það var ekki fyrr en árið 1920 sem síminn var lagður frá Eyrarbakka til Þorlákshafnar. Í línuna fóru um 280 staurar og áætlaður verktími um mánuður.

Frá Þorlákshöfn var síðan lagður sími út í Selvog 1926.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?