Auka aðalfundur Húsnæðissamvinnufélagsins Elliða hsf.

Boðað er til fundarins fimmtudaginn 25. janúar 2024 n.k. kl 17:00 í Ráðhúsi Ölfuss.

Ástæða fundarboðunar er að á aðalfundinum 19. september 2023 voru þær breytingar að Sveitarfélagið Ölfus hætti aðkomu sinni að félaginu. Bókhald félagsins verður áfram hjá Sveitarfélaginu Ölfus sem og að greiða reikninga, auglýsa lausar íbúðir, gera samninga við nýja leigjendur og ganga frá uppgjöri við þá.

Við þessar breytingar þarf að gera nýjar samþykktir fyrir félagið sem kynntar verða á fundinum sem og viðauki við samþykktirnar um viðhaldsmál á íbúðunum.

Dagskrá fundarins:

  1. Setning auka aðalfundar.
  2. Kosning fundarstjóra og ritara.
  3. Kynntar nýjar samþykktir fyrir hsf Elliða.
  4. Kynntur viðauki við samþykktirnar um viðhaldsmál húsa og íbúða.
  5. Kynntar ákvarðanir um búsetugjaldið þar sem gjaldið verði það sama fyrir allar íbúðirnar.
  6. Í samþykktum sem í gildi voru fyrir félagið segir að kjósa eigi þriggja manna viðhaldsráð til eins árs í senn. Ekkert viðhaldsráð hefur verið fyrir húsin við Sunnubraut og Mánabraut. Ný stjórn gerði þær breytingar í nýjum samþykktum að í viðhaldsráði væru fimm manns. Á fundi með íbúum við Sunnubraut og Mánabraut, þann 27. nóvember 2023, var valið í viðhaldsráðið.
  7. Önnur mál

 

Stjórn hsf Elliða.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?