Bæjarstjórn Ölfuss mótmælir vegtollum á Suðurlandsveg

Sudurlandsvegur
Sudurlandsvegur

Á fundi bæjarstjórnar Ölfuss þann 30. Desember sl. var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:

 

Á fundi bæjarstjórnar Ölfuss þann 30. Desember sl. var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:

 

"Bæjarstjórn Ölfuss mótmælir harðlega öllum hugmyndum um vegatolla á Suðurlandsveg. Auknar álögur á íbúa og atvinnulíf á Suðurlandi í formi vegatolla munu hafa verulega neikvæð áhrif á búsetu, atvinnustig, fasteignaverð, einstaklinga og fyrirtæki á Suðurlandi.
Nú þegar greiða allir bifreiðaeigendur skatta til ríkisins í formi bifreiða- og eldsneytisgjalda. Með upptöku veggjalda er klárlega verið að tvískatta notendur umræddra vega á meðan aðrir landsmenn greiða ekki sérstaklega fyrir úrbætur á vegakerfinu. Slíkt er algjörlega óásættanlegt, brýtur gegn jafnræði íbúa þessa lands og er í beinni andstöðu við áform sem kynnt hafa verið í áætlunum ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu á sterku höfuðborgarsvæði.
Aukinn kostnaður við ferðir milli Suðurlands og höfuðborgarsvæðisins mun leiða til þess að íbúar og fyrirtæki á Suðurlandi sæki í minna mæli atvinnu, þjónustu og verkefni á höfuðborgarsvæðinu. Það mun leiða til aukins atvinnuleysis á svæðinu og lækkandi fasteignaverðs".

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?