Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss ræður nýjan bæjarstjóra

Gunnsteinn R. Ómarsson
Gunnsteinn R. Ómarsson

Bæjarstjórn Ölfuss hefur gengið frá ráðningu nýs bæjarstjóra. Á fundi bæjarstjórnar í dag var samþykkt að ráða Gunnstein R. Ómarsson til starfa frá og með 16. maí nk. til enda yfirstandandi kjörtímabils.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss ræður nýjan bæjarstjóra

 

Mynd

Á myndinni eru: Sigríður Lára Ásbergsdóttir, formaður bæjarráðs, Gunnsteinn R. Ómarsson og Sveinn Steinarsson, forseti bæjarstjórnar.

 

Bæjarstjórn Ölfuss hefur gengið frá ráðningu nýs bæjarstjóra. Á fundi bæjarstjórnar í dag var samþykkt að ráða Gunnstein R. Ómarsson til starfa frá og með 16. maí nk. til enda yfirstandandi kjörtímabils.

Gunnsteinn R. Ómarsson er 43 ára viðskiptafræðingur með mastersgráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum og hefur víðtæka stjórnunar- og rekstrarreynslu, ekki síst á sveitarstjórnarstiginu, þar sem hann hefur áður starfað sem sveitarstjóri í um 6 ár. Gunnsteinn er giftur Berglindi Ósk Haraldsdóttur og eiga þau 4 dætur á leik- og grunnskólaaldri.

 

Bæjarstjórn bindur miklar vonir við komu nýs bæjarstjóra en vill um leið þakka Ólafi Erni Ólafssyni, núverandi bæjarstjóra fyrir störf hans fyrir sveitarfélagið og óskar honum velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?