Baldur og Grétar valdir í úrvalsliði KKÍ

      
 
Á lokahófi Körfuknattleikssambands Íslands um helgina voru Baldur Þór Ragnarsson og Grétar Ingi Erlendsson valdir í úvalslið 1. deildar en þjálfarar velja 5 leikmenn sem þeim hefur þótt skara fram úr í vetur.  Einnig var Grétar valinn besti leikmaður 1. deildar.  Þetta er mikill heiður fyrir strákana sem hafa staðið sig vel í vetur og líka fyrir félagið.  Hannes J. Jónsson formaður KKÍ veitti viðurkenningarnar.
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?