Bergheimaleikskóli og tónlistarskólinn voru með tónleika

Leikskólinn og tónlistarskólinn buðu foreldrum upp á tónleika í morgunsárið. Flutt voru lög sem samin voru sérstaklega fyrir Tónlistarskóla Árnesinga og leikskóla á svæðinu. Örlygur Benediktsson samdi lögin og Menningarráð Suðurlands styrkti verkefnið. Gestur Áskelsson stjórnaði.
 
Það voru flottir krakkar sem glöddu áheyrendur með söng og tónlistarflutningi í Versölum. Söngpallar Söngfélagsins sem fengnir voru að láni vegna styrkúthlutunar menningarráðs í síðustu viku komu sér afskaplega vel. Kærar þakkir fyrir lánið.
 
 
 
Fleiri myndir eru á snjáldursíðunni:
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?