Bergheimar fær fyrsta grænfánann

Grænfáni 01
Grænfáni 01
Bergheimar fær fyrsta grænfánann
Katrín Magnúsdóttir frá Landvernd kom og færði Bergheimum fyrsta Grænfánann og afhenti Svölu Ósk Sævarsdóttur formanni umhverfisnefndar Bergheima fánann ásamt viðurkenningarskjali. 

Katrín Magnúsdóttir frá Landvernd kom og færði Bergheimum fyrsta Grænfánann og afhenti Svölu Ósk Sævarsdóttur formanni umhverfisnefndar Bergheima fánann ásamt viðurkenningarskjali. 

Á viðurkenningunni stendur  Alþjóðleg viðurkenning Skóli á grænni grein hlýtur Leikskólinn Bergheimar í fyrsta sinn fyrir góða frammistöðu í menntun til sjálfbærrar þróunar og fyrir að leggja sitt af mörkun til þess að efla og bæta umhverfismál innan skólans og í nærsamfélaginu.  

Katrín útskýrði fyrir nemendum hvað myndin á fánanum stendur fyrir og lét þau leika eftir myndunum. 

Gunnsteinn R.Ómarsson bæjarstjóri, Jón Páll Kristófersson formaður fræðslunefndar, Jón H. Sigurmundsson starfandi grunnskólastjóri og Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður voru viðstaddir ásamt öllum nemendum og kennurum leikskólans. Nemendur sungu Sól, sól skín á mig á meðan Svala Ósk flaggaði fánanum.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?