Bílaflugeldasýning áramótin 2020 / 2021

Í ár verða áramótin öðruvísi hjá okkur í ljósi aðstæðna.  Flugeldasýning Kiwanisklúbbsins Ölvers og Björgunarsveitarinnar Mannbjargar verður á planinu við smábátahöfnina kl. 17:00 á gamlársdag.    Söfnumst í bíla og njótum glæsilegrar flugeldasýningar þeirra.

Áramótabrennur draga að sér fjölda fólks og viljum við í Sveitarfélaginu Ölfusi sýna ábyrgð í verki og aflýsum því áramótabrennu í ár.

Hafið það sem allra best og njótum áramótann í okkar jólakúlu.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?