Bókabæir Austanfjalls gefa sveitarfélaginu gjöf

Bókabæir Austanfjalls færðu sveitarfélaginu bókakoll að gjöf í síðustu viku.
Bókakollurinn verður staðsettur á bæjarskrifstofum Ölfuss þar sem hægt er að skoða hann og prófa.
Dorothee Lubecki hannaði og smíðaði stólinn úr gömlum bókum sem bókabæirnir hafa fengið að gjöf.
Ágústa Ragnarsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður markaðs- og menningarnefndar tók á móti gjöfinni frá Dorothee.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?