Bókakaffi, Stútungasaga og fiskar á flugu

Mikill undirbúningur stendur nú yfir vegna safnahelgar sem efnt verður til á öllu Suðurlandi dagana 4. - 7. nóvember. Ýmislegt verður í boði í Ölfusinu. Á veitingastaðnum Hafinu Bláa verður hið rómaða humarsúpuhlaðborð á boðstólum auk humar- og kjötmatseðils um kvöldið. Ennfremur opnar Ella Rósinkrans glerlistasýningu sem hún nefnir "fiskar á flugu", á föstudeginum.

Í Þorlákshöfn verður hlaðborð í Ráðhúskaffi fyrir sýningar leikfélags Ölfuss á leikritinu Stútungasögu. En á laugardeginum verður Bæjarbókasafn Ölfuss með bókakaffi, þar sem allir sem áhuga hafa geta lesið upp örsögur, skopsögur og ljóð (gjarnan frumsamin). Allir eru hvattir til að skrá sig á upplestur, en það er hægt að gera með því að hafa samband við starfsfólk á bókasafni eða senda póst á netfangið barbara@bokasafn.is

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?