Bókasafnið er lokað, mánudaginn 25. nóvember

Ágætu íbúar og viðskiptavinir Bæjarbókasafns Ölfuss,
 
Mánudaginn 25. nóvember verður vinnudagur hjá starfsfólki bókasafnsins, þar sem farið verður í stefnumótunarvinnu og undirbúnar ýmsar breytingar sem miða að bættri þjónustu við viðskiptavini safnsins.

 

Þessvegna verður LOKAÐ á bókasafninu þennan dag.

Hægt verður að skila bókum í kassa fyrir framan dyr bókasafnsins og þeir sem vilja framlengja lán, geta hringt í síma 480 3830.

Við biðjum um skilning ykkar og þolinmæði.

Starfsfólk bókasafnsins

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?