Börnin fá endurskinsmerki

Börn fá endurskinsmerki á ungbarnamorgni bókasafnsins
Börn fá endurskinsmerki á ungbarnamorgni bókasafnsins
Skemmtileg heimsókn á bókasafnið

Börn á dagmömmumorgni bókasafnsins fengu skemmtilega heimsókn. Ásgeir og Helga Guðrún mættu og afhentu börnunum endurskinsmerki fyrir hönd björgunarsveitarinnar í Þorlákshöfn.

Björgunarsveitarmenn hafa undanfarið verið að gefa börnum í Þorlákshöfn endurskinsmerki. Börn í umsjá dagmæðra sem heimsóttu bókasafnið á dagmömmumorgni, fengu tvö endurskinsmerki hvert. Þau byrjuðu á því að bragða á þessum flottu merkjum og virtust afskaplega sátt við þau.

Hér fylgja nokkrar myndir.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?