Breyting á gjaldskrá bókasafnsins

Bangsavika á bókasafninu 2009
Bangsavika á bókasafninu 2009

Samþykkt var á síðasta fundi bæjarráðs að gjaldskrá Bæjarbókasafns Ölfuss breyttist frá fyrra ári.

Samþykkt var á síðasta fundi bæjarráðs að gjaldskrá Bæjarbókasafns Ölfuss breyttist frá fyrra ári. Um er að ræða hækkun á árgjaldi úr 1300 krónum í 1500 krónur, hækkun á gjaldtöku fyrir millisafnalán úr 300 krónum í 400 krónur og hækkkun á gjaldi fyrir pantaða pók úr 50 krónum í 100 krónur. Gjaldskrárbreytingin tekur þegar í stað gildi. Með þessari hækkun leitast bókasafnið við að nálgast sambærilega verðlagningu annarsstaðar, en enn er gjaldskrá Bæjarbókasafns Ölfuss þó undir meðallagi.

Gjaldskrá Bæjarbókasafns Ölfuss 2013 (pdf skjal)

Vakin er athygli á því að íbúar Ölfuss 17 ára og yngri, öryrkjar og eldri borgarar fá frítt árskort á bókasafnið.

Með nýárskveðju,

Starfsfólk á bókasafni

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?