Breytingar verða á dagskrá Hafnardaga í kvöld vegna veðurs

Hafnardagar 2010
Hafnardagar 2010

Þar sem veðurspá kvöldsins er ekki spennandi, hefur verið ákveðið að flytja dagskrá Hafnardaga sem vera átti í skrúðgarði, í íþróttahúsið.

Þar sem veðurspá kvöldsins er ekki spennandi, hefur verið ákveðið að flytja dagskrá Hafnardaga sem vera átti í skrúðgarði, í íþróttahúsið.  Dagskráin hefst klukkan 20:30 með þorpssveitinni sem spilar nokkur lög og  atriðum hverfa.  Aðrir dagskrárliðir verða á sínum stað: humarsúpan, dansinn, töframaður og Ingó veðurguð.

Skrúðganga færist yfir á laugardag og hefst við grunnskólann klukkan 20:30 þar sem trumbusláttur leiðir gönguna.  Skipulag göngu verður eins og í fyrra: bláir, gulir, fjólubláir, grænir og rauðir.

Skrúðgangan endar síðan í skrúðgarði þar sem dagskrá hefst klukkan 21:00.

Í gula og græna hverfinu hefur verið ákveðið að færa götugrill yfir á morgundaginn kl. 19:00.

Rauðir og bláir ætla að halda sínu striki og grilla í kvöld. Í rauða hverfinu verður grillað heima hjá Döggu og Skúla, en þau búa að Básahrauni 29 í bláa hverfinu verður grillað á þeim stað sem tilkynntur hefur verið.

Fjólubláir eru velkomnir í grill gula hverfisins á morgun klukkan 19:00.

Allir hvattir til að koma í sínum litum bæði kvöldin.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?