Breyttar reglur um styrkveitingar til menningarmála

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Ölfuss voru samþykktar tillögur menningarnefndar um breytingar á reglum um styrkveitingar á menningarsviði. Með breytingunum er sett inn í reglurnar ákveðin hámarksupphæð sem hægt er að veita í ferðastyrki.

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Ölfuss voru samþykktar tillögur menningarnefndar um breytingar á reglum um styrkveitingar á menningarsviði. Með breytingunum er sett inn í reglurnar ákveðin hámarksupphæð sem hægt er að veita í ferðastyrki.

Ástæða þess að nefndinni þótti nauðsynlegt að setja inn þessa breytingar á reglunum, tengist því að á fyrstu mánuðum ársins hafa þegar borist nokkrar styrkumsóknir og upphæðin sem nefndin hefur til úthlutunar er ekki há.  Það er hinsvegar mjög ánægjulegt að menningarlífið sé svo öflugt að hópar geti og hafa áhuga á að ferðast til að efla sig.

Hægt er að skoða breyttar reglur um styrkveitingar til menningarmála HÉR

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?