Brunavarnir Árnessýslu auglýsa eftir slökkviliðsfólki

Viltu verða slökkviliðsmaður?
Brunavarnir Árnessýslu auglýsa eftir slökkviliðsmönnum, af öllum kynjum, til starfa á starfsstöðvum
sínum á Selfossi, Laugarvatni, Flúðum, Reykholti, Árnesi, Hveragerði og Þorlákshöfn.
Um er að ræða hlutastörf í útkallsliði BÁ - búseta í Árnessýslu er skilyrði.


Hæfniskröfur:
* Sveinspróf eða stúdentspróf er kostur
* Ökuréttindi til að stjórna vörubifreið eru
æskileg en ekki skilyrði
* Færni í samskiptum, frumkvæði og geta
til að vinna undir álagi
* Hafa góða líkamsburði og gott andlegt-/
líkamlegt heilbrigði
* Hafa góða sjón og heyrn, rétt litaskyn og
ekki þjást af lofthræðslu eða
með innilokunarkennd
* Almenn reglusemi og háttvísi

Umsókn þarf að fylgja:
* Ljósrit af báðum hliðum ökuskírteinis
* Prófskírteini sem sýnir menntun
* Sakavottorð í pappírsformi (hámark 3
mánaða) - má nálgast á island.is
* Ökuferilsskrá í pappírsformi (hámark 3
mánaða)
* Læknisvottorð í pappírsformi frá
heimilislækni þar sem kemur fram
almennt heilbrigði (hámark 3 mánaða)
* Nýleg og skýr passamynd
* Ferliskrá

Tekið er á móti umsóknum í
Björgunarmiðstöðinni við Árveg 1 á
Selfossi í umslagi merkt
„Slökkviliðsmenn 2022“
Inntökupróf felst í könnun á lofthræðslu
og innilokunarkennd, starfstengdum
verkefnum, þrek– og styrktarprófi,
læknisskoðun og viðtali.
Kynningarfundur fyrir áhugasama verður
í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi
þriðjudaginn 1. nóvember kl. 20.00.
Umsóknarfrestur er til og með
8. nóvember 2022

 

Nánari upplýsingar veitir Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri, larus@babubabu.is eða í síma 480-0900

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?