Bylgjupappann í Blátunnuna

blatunna
blatunna
Bláa tunnan
Sunnlendingar hafa verið að taka bláu tunnunni vel, mikið magn pappírs hefur verið flokkað í tunnuna og eins eru gæði flokkunarinnar mikil.

 

Sunnlendingar hafa verið að taka bláu tunnunni vel, mikið magn pappírs hefur verið flokkað í tunnuna og eins eru gæði flokkunarinnar mikil. Í sumar var settur upp búnaður hjá Sorpu í Gufunesi sem flokkar bylgjupappa frá venjulegum pappír, sem gerir það að verkum að betra verð fæst fyrri hvern pappírsflokk. Nú er svo komið að innihald blátunnunnar er orðið verðmæti í stað þess að vera hækkandi útgjaldaliður eins og er tilfellið með óflokkað sorp. Til þess að flokkunin sé sem hagkvæmust þarf að brjóta saman bylgjupappakassa og einnig verður að passa að annar úrgangur leynist ekki í pappakassanum eins og matarleifar eða plast.  Blátunnan gerir flokkun pappaefna þægilega þar sem ekki þarf að safna inni á heimilinu stórum bunkum af pappír sem síðan þarf að fara með í grenndargám, núna fer pappírinn jöfnum höndum út í blátunnuna.  Til upprifjunar þá tekur blátunnan við: Dagblöðum, tímaritum, fernum af öllum gerðum, prentpappír, kartonpappír, sléttum pappa og nú bylgjupappa.  Í framhaldi af þessu má minna á að síðastliðið vor var settur upp vélbúnaður hjá Sorpu  sem flokkar málma úr heimilissorpinu, sá búnaður er farinn að virka vel og virkar best ef málmhlutir eru settir lausir í gráu tunnuna. Þessar aðgerðir ásamt fjölda annarra endurvinnsluverkefna er að skila hækkandi endurvinnsluhlutfalli á Suðurlandi.

Guðmundur Tryggvi Ólafsson, framkvæmdastjóri Sorpstöðvar Suðurlands

Heimild:  Dagskráin

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?