Dagný bjó til Útflutningsverðlaun forseta Íslands

Dagný Magnúsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson við útflutningsverðlaunin 2015
Dagný Magnúsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson við útflutningsverðlaunin 2015

Síðastliðinni föstudag voru Útflutningsverðlaun forseta Íslands afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.  Það var fyrirtækið Icelandair Group sem hlaut verðlaunin fyrir einstakan árangur í að laða til landsins erlenda gesti og greiða för landsmanna til annarra landa. Verðlaunagripurinn var gerður af Þorlákshafnarbúanum Dagnýju Magnúsdóttur.

Síðastliðinni föstudag voru Útflutningsverðlaun forseta Íslands afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.  Það var fyrirtækið Icelandair Group sem hlaut verðlaunin fyrir einstakan árangur í að laða til landsins erlenda gesti og greiða för landsmanna til annarra landa. Það var Björgólfur Jóhannsson, forstjóri fyrirtækisins sem veitti verðlaununum viðtöku úr hendi forseta Íslands, hr. Ólafs Ragnars Grímssonar.

Verðlaunagripurinn í ár var unninn af Þorlákshafnarbúanum Dagnýju Magnúsdóttur, sem rekur kaffihúsið og glervinnustofuna Hendur í höfn. Um gripinn sagði Dagný við afhjúpun verksins: „Í verkinu er horft af himni til hafs. Ólgandi kraftar náttúrunnar ber fyrir augu þegar ólík öfl kalla fram fegurð og mikilfengleika. Undir yfirborðinu, sem virðist meinlaust og friðsælt, ólgar krafturinn sem slípar grjótið og þar velkist sandurinn sem er uppistaða glersins. Glerið tekur á sig mismunandi myndir eftir því hvernig horft er í gegnum það og minnir okkur á víðsýni og óþrjótandi möguleika á vegferð þekkingar og framkvæmda."

Við sama tilefni hlaut Arnaldur Indriðason, rithöfundur sérstaka heiðursviðurkenningu. Viðurkenningin er veitt einstaklingi sem þykir með starfi sínu hafa borið hróðir Íslands víða um heim og stuðlað að jákvæðu umtali um land og þjóð.

Hægt er að lesa meira um verðlaunin og sjá fleiri myndir á vefsíðu Íslandsstofu

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?