Dagný Lísa íþróttamaður Ölfuss árið 2022

Dagný Lísa Davíðsdóttir íþróttamaður Ölfuss árið 2022
Dagný Lísa Davíðsdóttir íþróttamaður Ölfuss árið 2022

Dagný Lísa Davíðsdóttir körfuknattleikskona var kjörin íþróttamaður Ölfuss árið 2022.

Dagný Lísa var valin mikilvægasti leikmaður Subway deildar kvenna á síðasta tímabili þar sem hún leiddi Fjölni til deildarmeistaratitils, þess fyrsta hjá félaginu í boltagreinum í efstu deild. Einnig var hún valin í A-landslið Íslands á síðasta tímabili. Dagný Lísa er framúrskarandi leikmaður og flott fyrirmynd fyrir unga iðkendur.

 

Eftirtaldir íþróttamenn voru í kjöri til íþróttamanns Ölfuss 2022:

 • Dagný Lísa Davíðsdóttir fyrir góðan árangur í körfuknattleik.
 • Emma Hrönn Hákonardóttir fyrir góðan árangur í körfuknattleik.
 • Glódís Rún Sigurðardóttir fyrir góðan árangur í hestaíþróttum.
 • Hulda Vaka Gísladóttir fyrir góðan árangur í hestaíþróttum.
 • Unnur Rós Ármannsdóttir fyrir góðan árangur í hestaíþróttum.
 • Svanur Jónsson fyrir góðan árangur í golfi (vantar á myndina).
 • Tómas Valur Þrastarson fyrir góðan árangur í körfuknattleik.
 • Védís Huld Sigurðardóttir fyrir góðan árangur í hestaíþróttum.
 • Þorkell Þráinsson fyrir góðan árangur í knattspyrnu

 

 

Eftirtaldir íþróttamenn fengu viðurkenningar fyrir að hafa fagnað Íslandsmeistara- og/eða bikarmeistaratitlum og/eða verið valdir í landsliðshópa á árinu:

 • Auður Helga Halldórsdóttir lék með U19 ára landsliði stúlkna í knattspyrnu
 • Dagný Lísa Davíðsdóttir varð deildarmeistari og lék með A landsliði kvenna í körfuknattleik
 • Emma Hrönn Hákonardóttir varð bikarmeistari og lék með U18 ára landsliði stúlkna í körfuknattleik
 • Gígja Rut Gautadóttir lék með U18 ára landsliði stúlkna körfuknattleik
 • Glódís Rún Sigurðardóttir varð tvöfaldur Íslandsmeistari og í U21 ára landsliði í hestaíþróttum
 • Hildur Björg Gunnsteinsdóttir lék með U18 ára landsliði stúlkna í körfuknattleik
 • Jóhanna Ýr Ágústsdóttir lék með U15 ára landsliði og varð bikarmeistari í stúlknaflokki í körfuknattleik
 • Máni Mjölnir Guðbjartsson varð bikarmeistari í flokki 6 – 10 ára í motocrossi
 • Styrmir Snær Þrastarson lék með A landsliði karla í körfuknattleik
 • Tómas Valur Þrastarson lék með U18 ára landsliði karla í körfuknattleik
 • Védís Huld Sigurðardóttir var í U21 ára landsliði í hestaíþróttum
 • Viktor Karl Halldórsson varð Íslandsmeistari í flokki 20-22 ára í spjótkasti.
 • Þóra Auðunsdóttir varð bikarmeistari í stúlknaflokki í körfuknattleik.

 

Sveitarfélagið Ölfus óskar íþróttamönnunum til hamingju með frábæran árangur en allir íþróttamennirnir hafa sýnt mikinn metnað til að ná langt í sinni íþróttagrein og eru svo sannarlega góð fyrirmynd fyrir sveitarfélagið og aðra íþróttamenn.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?