Dagskrá Hafnardaga verður fjölbreytt og skemmtileg

Í næstu byrja hátíðarhöld í Þorlákshöfn.  Útvarp Hafnardagar hefur útsendingu klukkan átta að morgni mánudags og síðan tekur hver dagskrárliðurinn við af öðrum út alla vikuna

Í næstu viku byrja hátíðarhöld í Þorlákshöfn.  Útvarp Hafnardagar hefur útsendingu klukkan átta að morgni mánudags og síðan tekur hver dagskrárliðurinn við af öðrum út alla vikuna.

Formleg setning Hafnardaga verður fimmtudaginn 29. maí og hátíðin nær hámarki um helgina og lýkur á sjálfan sjómannadaginn, 1. júní.

Alla dagskrána má nálgast á viðburðadagatali á heimasíðu Ölfuss  auk þess sem hún hefur birst í opnu í Bæjarlífi og veggspjöld með dagskránni verða hengd upp fyrir helgi.

Góða skemmtun öllsömul!

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?