Dagur leikskólans og afmæli Bergheima

Dagur leikskólans og afmæli Bergheima
Dagur leikskólans og afmæli Bergheima

Haldið er upp á dag leikskólans þann 6. febrúar á hverju ári.

Haldið er upp á dag leikskólans þann 6. febrúar á hverju ári. Af tilefni dagsins og einnig þess að leikskólinn átti 30 ára afmæli þann 23. janúar síðastliðinni, var ákveðið að bjóða íbúum Ölfuss að kíkja í heimsókn og gæða sér á súkkulaðiköku.

Það voru fjörugir krakkar sem tóku á móti menningarfulltrúa þegar hann leit inn. Þeir voru nýkomnir inn eftir skemmtilega útiveru og buðu gesti sem bar að garði hjartanlega velkomna með brosi og hlátri. Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri, en Bergheimum er óskað innilega til hamingju með daginn.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?