Deildartónleikar Tónlistarskóla Árnesinga

Fiðlunemendur tónlistarskólans
Fiðlunemendur tónlistarskólans
Tónlistarskóli Árnesinga stendur fyrir árlegum deildatónleikum 12. – 21. nóvember nk.

Tónlistarskóli Árnesinga stendur fyrir árlegum deildatónleikum 12. – 21. nóvember nk.

 

Blásara- og slagverkstónleikar mánud. 12. nóv. kl. 18:00 í Hveragerðiskirkju.
Strengjatónleikar þriðjud. 13. nóv. kl. 18:00 í Selfosskirkju.
Blokkflaututónleikar miðviud. 14. nóv. kl. 18:30 í sal skólans að Eyravegi 9 á Selfossi.
Gítartónleikar fimmtud. 15. nóv. kl. 18:00 í Hveragerðiskirkju.
Píanó- og söngtónleikar 19. nóv. kl. 18:00 í Þorlákskirkju.
Framhaldsdeildartónleikar miðvikud. 21. nóv. kl. 18:30 í sal skólans að Eyravegi 9 á Selfossi.

Á tónleikunum koma fram allar hljómsveitir og samspilshópar tónlistarskólans auk einleiks- og einsöngsatriða.

Sunnlendingar eru hvattir til að mæta á tónleikana og fylgjast með þessum öfluga nemendahópi flytja fjölbreytt og krefjandi verkefni. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?