Deiliskipulag og greinargerð er varðar reitinn Í10 úr landi Gljúfurárholts.

 Sveitarfélagið Ölfus, deiliskipulag.

Deiliskipulag og greinargerð er varðar reitinn Í10 úr landi Gljúfurárholts.

Samkvæmt skipulagslögum, nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Ölfuss samþykkt 30. nóvember 2017 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir reitinn Í10, íbúðasvæði, úr landi Gljúfurárholts samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Áður var samþykkt deiliskipulag 15. apríl 2002 á 20 ha. landi úr Gljúfurárholti. Þar var gert ráð fyrir 20 íbúðahúsum á 1-2 hæðum. Gert var ráð fyrir að íbúafjöldi gæti verið um 112 til 126 miðað við 4 til 4,5 íbúa í íbúð.

Tillagan, sem nú er til kynningar, á Í10, 20 ha landi úr jörðinni Gljúfurárholt, gerir ráð fyrir sama fjölda íbúa á reitnum Í10, 112-126 íbúar. Tillagan gerir ráð fyrir 20 íbúðahúsum á 1-2 hæðum.  Á lóðunum Klettagljúfur 1, 3, 5 og 7 verði heimiluð einbýlishús og parhús. Á lóðunum Klettagljúfur 2, 4, 6, 8, 10 og 12 verði heimiluð einbýlishús. Hellugljúfur 1 og 2 verði heimiluð einbýlishús. Klettagljúfur 9, 11,13, 15 og 17 verði heimiluð einbýlishús.

Breyting á greinargerð og tillögunni frá 2002 er að á lóðunum Klettagljúfur 19, 21 og 23 verði heimiluð einbýlis-, tvíbýlis- og fjölbýlishús með allt að 5 íbúðum í hverju húsi. Lámarksstærð hverrar íbúðar á þessum lóðum sé minnst 60 m2. Þessi breyting fjölgar ekki heildarfjölda íbúa frá tillögunni frá 2002. 
Ekki er gerð breyting á skipulagstillögunni er varðar hesthús innan byggingarreits á skástrikuðum svæðum.
Fjarlægðarmörk fyrir hesthús eru þessi samkvæmt samningi um uppbyggingu á hverfinu. Hesthús verði minnst 40 m fjarlægð frá íbúðahúsum aðliggjandi lóða og eða í minnst 25 m fjarlægð frá lóðarmörkum. Ennfremur í minnst 100 m fjarlægð frá mörkum aðliggjandi jarða þar sem það á við.
Heimilt er að vera með gróðurhús innan byggingarreits.

Auglýsingin fyrir deiliskipulagið liggur frammi í Ráðhúsi Ölfuss, á skrifstofutíma, frá 8. desember 2017 til 19. janúar 2018.

Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er til 19. janúar 2018. Skila skal inn athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa, Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.

Sigurður Ósmann Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.

 

 

 

 

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?