Dólosum fundinn nýr staður

Unnið að gerð útsýnisstaðar í þorlákshöfn
Unnið að gerð útsýnisstaðar í þorlákshöfn

Undanfarið hefur verið unnið að breytingum á vinsælum útsýnisstað uppi á varnargarði í Þorlákshöfn. Ferðamálafélag Ölfuss átti frumkvæði að því að láta útbúa útsýnisskífu sem nú er í vinnslu og var í kjölfarið ákveðið að fá Hermann Georg Gunnlaugsson, landslagsarkitekt til að hanna svæðið. Hermann ákvað að nýta dólosa til að afmarka bílastæðið og nýta þannig þessa þungu steyptu dólosa sem notaðir hafa verið í varnargarða í Þorlákshöfn. Nú er búið að hækka planið, búa til útskot fyrir rútur og komið fallegt svæði fyrir útskýnisskífuna. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir teknar á vettvangi í dag (14. júlí).

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?