Dýramyndir á bókasafninu

Katrín Óskarsdóttir hengi upp myndirnar sínar
Katrín Óskarsdóttir hengi upp myndirnar sínar

Katrín Óskarsdóttir opnar sýningu á Bæjarbókasafni Ölfss næstkomandi fimmtudag

Nú er unnið að uppsetningu nýrrar sýningar í Gallerí undir stiganum, sýningarrými Bæjarbókasafns Ölfuss. Það er sunnlendingurinn Katrín Óskarsdóttir sem opna mun sýningu á myndum sínum fimmtudaginn 6. október.

Myndirnar eru allar teikningar af hinum ýmsu dýrum og eru þær alveg sérlega lifandi og skemmtilegar. Starfsfólk bókasafnsins hvetur foreldra til að mæta með börnin á safnið og skoða myndirnar en þær verða til sýnis allan októbermánuð.

Eins og fyrr segir opnar sýningin á fimmtudaginn kl. 18 og verður boðið upp á kaffi og konfekt af tilefni sýningaropnunar auk þess sem Katrín verður á staðnum.

Allir velkomnir!

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?