Ekki vitað um skemmdir eftir óveðrið sem gekk yfir

Vetur
Vetur

Vel var staðið að undirbúningi fyrir óveðrið sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt. Íbúar, stofnanir og fyrirtæki festu alla lausamuni, nemendur voru sóttir í skólann eins og óskað var eftir og fólk hélt sig heima fyrir eins og mælt hafði verið með.

Vel var staðið að undirbúningi fyrir óveðrið sem gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt. Íbúar, stofnanir og fyrirtæki festu alla lausamuni, nemendur voru sóttir í skólann eins og óskað var eftir og fólk hélt sig heima fyrir eins og mælt hafði verið með.

 Ekki er vitað um neinar skemmdir í Ölfusinu og Slysavarnarfélagið Mannbjörg fékk engin útköll. Á höfninni stóð starfsmaður vaktina til miðnættis, en þar var búið að ganga úr skugga um að allt lauslegt væri fjarlægt eða kyrfilega fest.  Vindmælir á bryggjunni sýndi hæst 35 metra á sekúndu þannig að ljóst er að spá veðurfræðinga gekk eftir.

Einu leiðinlegur afleiðingar veðurofsans sem menningarfulltrúi getur séð, er að ekki eru lengur ljós á fallega jólatrénu á ráðhústorginu, en því verður væntalnega kippt í liðinn svo fljótt sem auðið er.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?