Eldfjallaleiðin -rafræn vinnustofa fyrir íbúa og hagaðila 15.desember kl. 13:00-14:30

Markaðsstofur Reykjaness og Suðurlands hafa tekið höndum saman um að setja á laggirnar ferðaleið um suðurströnd Íslands sem leggur áherslu á eldfjöll og eldvirkni á svæðinu.
 
Ferðaleiðin, sem ber vinnuheitið Eldfjallaleiðin (The Volcanic way), er ætluð sem verkfæri heimamanna til þess að leiða framþróun í ferðaþjónustu ásamtþví að draga fram núverandi innviði. Með því að stofna slíka ferðaleið sjáum við fyrir okkur að fá ferðamenn sem dvelja lengur og tengja betur við náttúru og samfélag.
Eldfjallaleiðin er hönnuð með hag nærsamfélagsins að leiðarljósi. Opnar vinnustofur verða haldnar í nóvember og desember þar sem við vonumst til þess að fá innlegg sem flestra sem koma að ferðaþjónustu á svæðunum.
 
Verkefnisstjórar eru Vala Hauksdóttir hjá Markaðsstofu Suðurlands og Eyþór Sæmundsson hjá Markaðsstofu Reykjaness.
 
Undanfarið hafa farið fram vinnustofur á nokkrum mismunandi stöðum og þann 15.desember kl. 13:00-14:30 verður rafræn vinnustofa sem öllum áhugasömum, hagaðilum og íbúum, býðst að taka þátt.

Skráning hér: Upplifðu Suðurland (south.is)

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?