Elliði auglýsir til sölu búseturétt á Mánabraut

Manabraut
Manabraut
Elliði auglýsir til sölu búseturétt á Mánabraut
Húsnæðissamvinnufélagið Elliði auglýsir til sölu búseturétt í parhúsi sem staðsett er í byggðarkjarna eldri borgara.

Mánabraut 6 í Þorlákshöfn
Til sölu er búseturéttur að Mánabraut 6 í Þorlákshöfn. Um er að ræða 2ja svefnherbergja íbúð í parhúsi, 122,5 fm., þar af er bílskúrinn 28,6 fm. Húsið var byggt árið 2007 og er staðsett í rólegum og notalegum byggðarkjarna eldri borgara í Þorlákshöfn. Búseturétturinn selst á 3 milljónir kr. og eru mánaðargjöld um 120.000 kr. Íbúar greiða auk þess rafmagn og hita.

Bæði félagsmenn og utanfélagsmenn geta sótt um að kaupa búseturéttinn en aldursskilyrði eru 60 ára og eldri. Við úthlutun verður horft til þess hve lengi einstaklingar sem sækja um hafa verið í félaginu. Ef engin félagsmaður sækir um verður búseturétturinn seldur til utanfélagsmanna.

Íbúðin er laus 1. febrúar nk. og skulu umsóknir berast félaginu fyrir 16. janúar nk., merkt: Húsnæðissamvinnufélagið Elliði, b.t. stjórnar, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á netfangið  olfus@olfus.is

Þeir sem hafa áhuga á að kaupa búseturéttinn og óska nánari upplýsinga geta haft samband við Val Rafn Halldórsson í síma 868-1895 eða valur@olfus.is

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?