Endurnýting og viðgerðir á mikið knúsuðum dýrum

Starfsemi VISS í Þorlákshöfn
Starfsemi VISS í Þorlákshöfn

Undanfarið hafa starfsmenn í VISS, Vinnu- og hæfingarstöð, tekið eitt og eitt illa farið tuskudýr bókasafnsins og gert við það.  Dýrin eru afskaplega vinsæl og nýtast bæði fyrir yngstu gesti safnsins en ekki síður fyrir unglingana sem troða þeim inn í turninn þar sem þau kúra saman yfir bókum eða símum, en lagfæring tuskudýranna er bara eitt af mörgun verkefnum sem unnin eru á VISS.

Undanfarið hafa starfsmenn í VISS, Vinnu- og hæfingarstöð, tekið eitt og eitt illa farið tuskudýr bókasafnsins og gert við það.  Dýrin eru afskaplega vinsæl og nýtast bæði fyrir yngstu gesti safnsins en ekki síður fyrir unglingana sem troða þeim inn í turninn þar sem þau kúra saman yfir bókum eða símum, en lagfæring tuskudýranna er bara eitt af mörgun verkefnum sem unnin eru á VISS.

VISS hefur verið starfrækt frá árinu 2004. Fyrst var starfsstöðin á Selvogsbraut 1 en flutti í núverandi húsnæði í Unubakkanum árið 2007, fyrst á neðri hæðina en er staðsett efri hæð hússins árið 2011.  Þarna geta allir sem hafa skerta starfsgetu, hvort sem það er vegna líkamlegrar eða andlegrar skerðingar, fengið vinnu. Í dag eru níu starfsmenn á Viss og fjórir leiðbeinendur.

Unnið er með margvíslega endurvinnslu og í raun allt nýtt sem þeim er fært. Fólk og fyrirtæki hafa verið dugleg við að koma með allskonar ónýtanleg efni einsog tuskur, efnisbúta, garn, pakka og margt fleira sem þau endurvinna.  Einnig hafa tvö fyrirtæki séð þeim fyrir verkefnum, en það er Fiskmark og Ísfell. Fyrir Fiskmar eru starfsmenn að búa til seiðbönd sem notuð eru til að hengja fisk til þurrkkunar á fiskhjalla. Einnig eru búin til bönd sem notuð eru til að loka og binda fyrir poka en þetta eru bönd með sérstökum hnútum. Fyrir Ísfell í Hafnarfirði vinna starfsmenn ábót eða tauma. Abótin er fest á beitningalínuna (sjá meðfylgjandi mynd af vinnu við að útbúa ábót).

Margt fleira er gert á vinnustofunni og er gaman að skoða fjölbreytt handverk sem þarna er unnið. Þau er opið hús í vinnustofunni á Unubakkanum alla virka morgna á milli kl. 9:00-13:00. Þá er einnig hægt að kaupa gjafavöru á góðu verði.

Í okbóber og nóvember verður einnig VISS einnig með basar í anddyri ráðhússins milli kl. 11:30 og 12:30, næst er basarinn á morgun, fimmtudaginn 22. október.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?