Kynning á tillögu að aðalskipulagi verður í Básnum í Efstalandi í Ölfusi mánudaginn 13.des. frá kl 16 til 18

Tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið Ölfus verður til kynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss frá frá 1. til 15. desember fyrir meðhöndlun í bæjarstjórn í samræmi við 2. málsgrein 30. greinar skipulagslaga.

Haldinn verður opinn kynningarfundur í Básnum, Ingólfsskála í Efstalandi í Ölfusi mánudaginn 13. desember frá kl 16:00 til 18:00. Skipulagsfulltrúi Ölfuss og fullrúi frá EFLU verkfræðistofu svara spurningum um skipulagið og forsendur þess.

Hægt er að skoða gagnvirka heimasíðu þar sem hægt er að nálgast skipulagsgögn á slóðinni:

https://efla-engineers.maps.arcgis.com/apps/MapSeries/index.html?appid=b5ec5f4666134913af213ea27a872d76

Þar er meðal annars að finna kortasjá skipulagsins, greinargerð og ýmsar gagnlegar upplýsingar, á stafrænu formi.

 

Hér er hægt að sjá kynningarmyndband um notkun síðunnar á slóðinni:

https://efla.sharepoint.com/:v:/s/EFLASkipulagsggn/EVXKWDyaxKBBt0vMCvyKZhkB1SETkgCi29C6tVKtwagGRw?e=KhYeJf

 

Að þessu sinni er um er að ræða kynningu á tillögunni áður en bæjarstjórn samþykkir hana til auglýsingar. Gert er ráð fyrir að tillagan verði auglýst með almennum athugasemdafresti í upphafi nýs árs.

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 30. nóvember til 15. desember 2021. Hægt er að senda ábendingar á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 15. desember 2021.

 

Greinargerð skipulagsins á PDF formi

Dreifbýlisuppdráttur skipulagsins á PDF formi

Þéttbýlisuppdráttur fyrir Þorlákshöfn á PDF formi

Þéttbýlisuppdráttur fyrir Árbæ á PDF formi

 

Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?