Vinnustofa starfsmanna skólanna í Ölfusi
Það var flottur hópur starfsmanna úr Grunnskólanum í Þorlákshöfn, Frístundaheimlinu Brosbæ, Leikskólanum Bergheimum og Leikskólanum Hraunheimum sem sátu vinnustofu um foreldrasamskipti og jákvæðan skólabrag í Versölum í gær, fimmtudaginn 21.ág.
Ásta Kristjánsdóttir, þjálfari og ráðgjafi hjá KVAN, stýrði vinnustofunni. Ásta er með B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands og býr yfir áralangri reynslu sem grunnskólakennari. Á undanförnum árum hefur hún lagt ríka áherslu á að innleiða kennsluefni tengt leiðtogaþjálfun, vaxandi hugafari og hugleiðslu. Hún nýtir þá þekkingu sem þjálfari hjá KVAN, bæði í leik- og grunnskólum.
Mikil ánægja var með vinnustofuna á meðal starfsmanna og var gott að hittast og hrista saman hópinn í byrjun haustsins.

