Eftir velheppnaða skammdegishátíð er undirbúningur fyrir jólahátíðina hafinn. Skrúðgarðurinn er fallega upplýstur og má sjá íbúa huga að uppsetningu jólaljósa og -skreytinga. Fyrirhugað er að gefa út aðventudagatal Ölfuss eins og síðustu ár en þar má finna yfirlit yfir helstu viðburði, leiki og sýningar hjá félögum, skólum, stofnunum og þjónustuaðilum á aðventunni. Það væri gaman að fá sem fyrst að heyra frá ykkur um allt sem er á döfinni í sveitarfélaginu okkar í jólamánuðinum. Það má senda inn viðburði á heimasíðunni olfus.is – Veist þú um viðburð – eða til jmh@olfus.is fyrir 18. nóvember.