Englar á bókasafninu

Hafdís Þorgilsdóttir ásamt englum sínum og jesúmyndum
Hafdís Þorgilsdóttir ásamt englum sínum og jesúmyndum

Síðasta sýning ársins í Gallerí undir stiganum er englasýning. Það eru englar Hafdísar Þorgilsdóttur sem þarna eru til sýnis, en hún hefur lengi safnað englum.

Í gær var opnuð ný sýning í sýningarrými bókasafnsins, Gallerí undir stiganum. Þar gefur nú að líta englasafn Hafdísar Þorgilsdóttur, dagmóður í Þorlákshöfn. Hafdís hefur lengi safnað englum og eru þeir úr ýmsum áttum, minjagripir og heimatilbúnir englar. Einnig eru á sýningunni jesúmyndir sem Hafdís hefur sjálf málað.

Við sýningaropnun flutti þverflautukvartett, skipaður þeim Ólöfu Sigurðardóttur, Ingu Þórs Ingvadóttur, Unu Gautadóttur og Kristrúnu Gestsdóttur nokkur jólalög og Guðfinna Karlsdóttir las söguna Englajól eftir Guðrúnu Helgadóttur.

Englarnir hennar Hafdísar munu prýða sýningarrýmið allan desembermánuð og er hægt að skoða sýninguna á opnunartíma bókasafnsins.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?