Erlendur, Emil og Þorsteinn í lokahóp landsliðsins

Þorsteinn
Þorsteinn

Búið er að velja lokahópa þeirra yngri landsliða sem keppa á Norðurlandamóti yngri landsliða í byrjun júní en þjálfararnir tilkynntu leikmönnum sínum valið í gær. 

Búið er að velja lokahópa þeirra yngri landsliða sem keppa á Norðurlandamóti yngri landsliða í byrjun júní en þjálfararnir tilkynntu leikmönnum sínum valið í gær.  Ísland sendir að venju fjögur lið til keppni, U16 ára lið drengja og stúlkna og U18 ára lið karla og kvenna. Leikið er í Solna í Svíþjóð líkt og undanfarin ár og fer keppni fram dagana 1. til 5. júní.

Þrír leikmenn voru valdir frá Þór Þorlákshöfn. Erlendur Ágúst Stefánsson í U16 ára liðið, Emil Karel Einarsson og Þorsteinn Már Ragnarsson í U18 ára liðið.   Við óskum þeim til hamingju og góðs gengis í komandi verkefni fyrir Íslands hönd.

Heimild:  http://www.thorkarfa.com/

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?