Erna Marlen sýnir "Undir stiganum"

Erna sýnir myndsaum og fleira á sýningu í Gallerí undir stiganum

Komin er upp ný sýning í Gallerí undir stiganum, sýningarrými Bæjarbókasafns Ölfuss. Erna Marlen sýnir myndir og texta sem hún hefur saumað í handklæði, sængurver og ýmislegt annað. Einnig er til sýnis stórskemmtilegur héri sem vaktar svæðið og Erna saumaði.

Sýningin er opin á opnunartíma bókasafnsins og stendur til 23. febrúar.Erna Marlen við sýningu sína í Gallerí undir stiganum.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?