Eva Lind Elíasdóttir valin í afrekshóp frjálsíþróttasambands Íslands unglinga 2011 – 2012

Eva Lind
Eva Lind
Afrekshópur FRÍ unglinga 2011-2012

HSK- SELFOSS á einn ungling í þessum hópi, hana Evu Lind Elíasdóttur Þór Þorlákshöfn, hún náði lágmarki í hópinn árið 2010 í desember með því að kasta 3kg 14,17m.

 

Afrekshópur FRÍ unglinga 2011-2012

HSK- SELFOSS á einn ungling í þessum hópi, hana Eva Lind Elíasdóttur Þór Þorlákshöfn, hún náði lágmarki í hópinn árið 2010 í desember með því að kasta 3kg 14,17m. Hún tók svo lágmarkið fyrir árið 2011 strax í byrjun janúar er hún varpaði 4kg kúlunni, sem er hennar þyngd í nýjum flokki, 11,61m,  sem er 31cm yfir lágmarkinu. Frábær árangur hjá Evu Lind. Þess má geta að Afrekshópurinn hefur ströng lágmörk og er næsta stig fyrir ofan úrvalshóp unglinga hjá FRÍ.

 

Eva Lind var einnig í unglingalandsliði U-17 stúlkna í knattspyrnu sem tók  þátt í Evrópumeistaramótinu í Austurríki nú á dögunum og til gamans má geta að hún skoraði mark í sigurleik  gegn Kasakstan. Sannarlega frábær íþróttamanneskja.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?