Evrópsk samgönguvika

Evrópsk samgönguvika

Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft. Frekari upplýsingar um Evrópska samgönguviku á Íslandi má finna á Facebook-síðu vikunnar https://www.facebook.com/samgonguvika

Nánar má lesa um átakið á www.mobilityweek.eu.

Flest sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið þátt í samgönguviku undanfarin ár en einnig nokkur sveitarfélög á landsbyggðinni. Landssamtök hjólreiðamanna vilja hvetja sveitarfélög með þéttbýli á landsbyggðinni að taka þátt í samgönguviku. Í flestum þéttbýlum á landsbyggðinni eru fjarlægðir mjög stuttar og ætti að vera auðvelt og þægilegt að ganga og hjóla milli áfangastaða innan þéttbýla. Það er til mikils að vinna því hver km sem er gengin eða hjólaður mengar ekki og bætir heilsuna. Á stuttum vegalengdum í köldu starti eyða bílar líka mestu eldsneyti og menga mest. Ábyrgð okkar sem borgara og stjórnmálamanna er mikil að draga úr mengun og losun koltvísýrings og stuðla að betri lýðheilsu með almennri hreyfingu. Ferðavenjur allra landsmanna voru mældar í ferðavenjukönnun haustið 2019. Að könnuninni stóðu samgönguráð og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Könnunin var sú fimmta á höfuðborgarsvæðinu, en sú fyrsta sinnar tegundar utan þess. Athygli vekur að ferðavenjur höfuðborgarbúa og þeirra sem búa á landsbyggðinni eru merkilega líkar, eins og sjá má á mynd hér að neðan.

Landssamtök hjólreiðamanna vilja hvetja sveitarfélagið til að taka þátt í samgönguviku. Mikilvægt er að huga að breyttum samgönguvenjum til að draga úr mengun og losun koltvísýrings og stuðla að betri lýðheilsu með almennri hreyfingu.

 

 

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?