Félagasamtök í Ölfusi fá að funda í Versölum án endurgjalds

Ný gjaldskrá fyrir Versali tók gildi í gær, 1. janúar þar sem breytingar voru gerðar til að félagasamtök í Ölfusi ættu greiðari aðgang að sölunum til félagsstarfs.
Félagasamtök fá nú afnot af litla salnum til fundarhalda einu sinni í mánuði án endurgjalds. Auk þess fá félagasamtök í Ölfusi afnot af Versölum án endurgjalds einu sinni á ári fyrir fjáröflun eða viðburð.

Hér má finna upplýsingar um gjaldskrá, reglur og skilmála fyrir leigu á sölunum.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?