Fjölbreytt dagská á Safnahelgi á Suðurlandi

Opnun ljósmyndasýningar
Opnun ljósmyndasýningar
Í gær var Safnahelgi á Suðurlandi formlega sett með dagskrá í Árnesi.  Friðrik Erlingsson, rithöfundur flutti skemmtilegt erindi, Inga Jónasdóttir, formaður Samtaka safna á Suðurlandi fór yfir dagskrá helgarinnar og boðið var upp á mörg tónlistaratriði

Í gær var Safnahelgi á Suðurlandi formlega sett með dagskrá í Árnesi.  Friðrik Erlingsson, rithöfundur flutti skemmtilegt erindi, Inga Jónasdóttir, formaður Samtaka safna á Suðurlandi fór yfir dagskrá helgarinnar og boðið var upp á flott tónlistaratriði. Í lok dagskrár var síðan safnarasýning Upplits opnuð og boðið upp á veglegar veitingar.

Í Ölfusi er hægt að benda á tvenna tónleika í Þorlákshöfn í kvöld, annarsvegar tónleika með sópransöngkonunum Þórunni Elínu Pétursdóttur, Ólafíu Línberg Jensdóttur og Kristínu Magdalenu Ágústsdóttur sem flytja tónsetningar við hina fornu latnesku kirkjubæn Ave María. Jón Bjarnason, organisti í Skálholti leikur undir, en tónleikarnir verða í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss. Hinsvegar eru tónleikar með Stofubandinu sem flytur þekktar dægurflugur í kaffihúsinu Hendur í Höfn.  Aðgangur að báðum tónleikum er 1.500 krónur.

Einnig verður opið í pylsuvagni og í þjónustuhúsi í Selvoginum þar sem jólavörur og ýmislegt fleira verður dregið fram, í Hellisheiðarvirkjun verða hönnuðir og listafólk að störfum og opið verður á bókasafninu í Þorlákshöfn laugardag og sunnudag kl. 14:00-16:00. Þar geta börnin litað og hlustað á sögu auk þess sem hægt verður að skoða ljósmyndasýningu Róberts K. Ingimundarsonar.

Íbúar og gestir eru hvattir til að skoða dagskrána og njóta viðburða.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við opnun ljósmyndasýningar Róberts Karls Ingimundarsonar í Gallierí undir stiganum í gær. 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?