Fjölbreytt dagskrá á Sjómannadeginum

Hafnardagar 2012
Hafnardagar 2012

Heilmikil dagskrá hefur verið í boði í Þorlákshöfn síðustu daga þar sem haldin hefur verið bæjarhátíðin Hafnardagar.

Heilmikil dagskrá hefur verið í boði í Þorlákshöfn síðustu daga þar sem haldin hefur verið bæjarhátíðin Hafnardagar. Undanfarna daga hefur veðrið leikið við þátttakendur í dagskrá Hafnardaga eins og myndirnar sýna glögglega, en þarna eru myndir sem teknar voru í gær á bryggju og í fjörunni og  í skrúðgarðinum á föstudagskvöldinu.

Áfram heldur hátíðin í dag með markaði, leikriti og sýningu í grunnskólanum, leiðsögn með rútu um bæinn, dagskrá í Hendur í höfn, sýningu á bókasafninu og ratleik, listasmiðju í fjörunni sem hefst að Óseyrarbraut 4 og kaffihlaðborði björgunarsveitarinnar í ráðhúsinu. Sérstök athygli er vakin á flutningi 5. bekkinga grunnskólans, á Þorlákshafnarlagi sem þau sömdu sjálf. Börnin munu flytja lagið í tónlistarstofu grunnskólans kl. 13:45 i dag.

Því miður hefur ekki reynst mögulegt að gera gamla eikarbátinn Hreggvið sjófæran fyrir helgina og verður því ekki boðið upp á siglingu með honum í dag.

Sveitarfélagið Ölfus óskar öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?