Fjöldi breytinga á desemberdagatali

Aðventustund 2012
Aðventustund 2012
Frá því að desemberdagatal Ölfuss barst í hús hafa menningarfulltrúa borist ýmsar góðar ábendingar.

Frá því að desemberdagatal Ölfuss barst í hús hafa menningarfulltrúa borist ýmsar góðar ábendingar. Hátíðaguðþjónustur í Strandarkirkju g Hjallakirkju voru færðar inn á rangan dag, á dagatalið vantaði bæði hátíðarguðsþjónustu í Kostrandarkirkju og tilkynningu frá Lionsmönnum um sérlega þjónustu sem þeir sinna fyrir hönd jólasveinanna. Menningarfulltrúi hefur lagfært dagatalið, bætt inn nokkrum viðburðum og tekið aðra út (líkt og jólahlaðborð Svarta sauðsins sem fellur niður).

íbúar og aðrir áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að bera saman prentaða útgáfu við vefútgáfu sem finna má hér á vefnum, til að vera vissir um að rétt er farið með dagsetningu viðburða.

Einnig er hægt að skoða viðburðadagatal vefsins og er íbúum bent á að koma upplýsingar um allt sem í boði er (ekki bara núna í desembermánuði) til menningarfulltrúa (barbara@olfus.is) eða Hafdísar Sigurðardóttur (hafdis@olfus.is) sem glaðar setja viðburðina inn í dagatalið.

Með aðventukveðju,

Menningarfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?