Fjölmargir gestir kíktu við í Ráðhúsið um helgina

Safnahelgi á Suðurlandi 2011
Safnahelgi á Suðurlandi 2011
Efnt var til glæsilegrar lista- og handverkssýningar í Ráhúsinu í Þorlákshöfn um Safnahelgina.

Síðastliðna helgi var efnt í fjórða skipti til Safnahelgar á Suðurlandi. Lista- og handverksfólk í Ölfusi tók þátt í helginni  með heilmikilli sýningu í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn. Fjölmargir sýndu handverk og margir unnu að listsköpun á staðnum.

Um fimmhundruð manns heimsótti Ráðhúsið, skoðaði handverkið og fylgdist með handverksfólki að vinnu. Börnin fengu líka útrás fyrir sköpunargleðina og málaði, leiraði eða litaði í listasmiðju. Að kvöldinu til lögðu síðan margir leið sína út að borða í Ráðhúsinu og á leiksýningu Leikfélagsins.

Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru á sunnudeginum.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?