Fjölmennir tónleikar í Þorlákskirkju

Jónas Ingimundarson og Sigrún Hjálmtýsdóttir
Jónas Ingimundarson og Sigrún Hjálmtýsdóttir

Jónas ætlar að koma með tónleika í gamla bæinn sinn, Þorlákshöfn í lok mars og efna til stórtónleika á Tónum við hafið

Jónas Ingimundarson, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Guðrún Gísladóttir efndu til stórglæsilegra tónleika í Þorlákskirkju í gær. Tilefnið var að 50 ár eru síðan Jónas kom fyrst fram opinberlega og hóf að taka þátt í opinberu tónlisstarlífki, en það var einmitt með tónlekum í Þorlákskirkju.

Jónas og Diddú fluttu úrval sönglaga og Guðrún Gísladóttir las upp ljóðatexta og færði ljóðin þannig nær áheyrendum af mikilli innlifun og listfengi.

Á milli laga sagði Jónas frá lögunum, ferðum þeirra Diddúar til Rússlands og fleiri góðar sögur eins og honum einum er lagið.  Það voru hæstánægðir tónleikagstir sem stóðu upp og fögnuðu þegar síðasta lagið hafið verið flutt.

Tónleikarnir sem eru hluti Tóna við hafið, eru líka hluti viðburðadagskrá á Suðurlandi sem ber yfirskriftina "Leyndardómar Suðurlands".  Fjölmargir viðburði eru í boði um allt Suðurlands og er hægt að skoða dagskrána á vefsíðunni www.sudurland.is

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?