Fjölmennum í stúkuna í DHL-höllinni á laugardaginn og hvetjum okkar menn til sigurs!

Körfuboltaveislan heldur áfram.   Þriðji leikur Þórs / KR verður haldinn í DHL-höllinni laugardaginn 13. apríl nk. og hefst kl. 20:00  Staðan er 1-1 í einvíginu. 

Í öðrum leik liðanna sl. þriðjudag jafnaði Þór metin í einvíginu gegn fimmföldum Íslandsmeisturum KR í undanúrslitum Domino´s deildar karla með 102-90 stigri.   Með góðum stuðningi úr stúkunni þá eiga þeir góðan möguleika á sigri á laugardaginn.

Allir Þórsarar, Ölfusingar og aðrir Sunnlendingar – mætum á leikinn og sýnum strákunum okkar þann stuðning sem þarf til að sigra KR.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?