Fjölmennur hópur skoðaði Arnarker

Björgunarsveitarmenn og Guðmundur Brynjar tilbúnir að leiða ferðina
Björgunarsveitarmenn og Guðmundur Brynjar tilbúnir að leiða ferðina

Það var góður hópur sem fór í leiðangur í gær í hellinn Arnarker, sem staðsettur er undir Hlíðarfjalli

Það var góður hópur sem fór í leiðangur í gær í hellinn Arnarker, sem staðsettur er undir Hlíðarfjalli.   Ferðin var hluti af þeim fjölmörgu viðburðum sem boðið var upp á af tilefni "Leyndardóma Suðurlands".

Það var um 30 manna hópur sem fór í ferðina.  Björgunarsveitarmenn ásamt hellaáhugamanninum Guðmundi Brynjari Þorsteinssyni, fóru fyrir göngunni.  Þrátt fyrir að ferðin hafi verið nokkuð erfið, voru þátttakendur mjög ánægðir og höfðu náð fallegum myndum af margvíslegum grílukertum og fallegum bergmyndunum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af menningarfulltrúa. Fleiri myndir úr ferðinni er hægt að skoða á fésbókarsíðunni "menning og viðburðir í Ölfusi og Þorlákshöfn" (https://is-is.facebook.com/olfus.menning/posts/10152330717843749).

Hægt er að skoða fallegar hellaljósmyndir Guðmundar Brynjars á sýningu í Gallerí undir stiganum, sýningarrými Bæjarbókasafns Ölfuss, út aprílmánuð.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?