Fjörugt í sundlauginni

 32135_403251863748_136961043748_4213837_1621768_n

Mikið fjör var í sundlaugarpartýi hjá börnum á aldrinum 8-13 ára í gærkvöldi. Júlíana Ármannsdóttir lét börnin fara í leiki og síðan skemmtu þau sér konunglega við að hoppa út í laug og dilla sér við tónlistina.
 
Hægt er að skoða myndir sem teknar voru í gærkvöldi hér: http://www.facebook.com/photo.php?pid=4213833&id=136961043748&fbid=403251833748
 
Í kvöld eru það ungmenni fædd 1996 og fyrr mæta í sundlaugarpartý. Heilmikið fleira verður á boðstólum í dag. Listasmiðja fyrir börn verður við félagsmiðstöðina milli klukkan 14 og 16, Karókí verður í kvöld í Kiwanishúsinu og síðan verða tónleikar með hljómsveitinni BUFF í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss. Þeir hefjast klukkan 20 og er miðaverð 1.500 krónur.
 
Mikil stemning er í bænum vegna Hafnardaga. Heilmikið er búið að skreyta í flestum hverfunum og gaman að sjá hvað fólki hefur dottið í hug til að draga athyglina að litunum í hverfinu.
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?