Flottir tónleikar hjá Hafnarkrökkunum

Á tónleikum Hafnarkrakkanna
Á tónleikum Hafnarkrakkanna

Síðastliðinn föstududag hélt hljómsveitin Hafnarkrakkarnir tónleika í Ráðhúskaffi.

Síðastliðinn föstududag hélt hljómsveitin Hafnarkrakkarnir tónleika í Ráðhúskaffi. Hljómasveitina skipa nokkrir nemendur í 6. bekk grunnskólans og fluttu þau fimm frumsamin lög. Fjölmenni var á tónleikunum sem voru einstaklega vel skipulagðir.
Ása Berglind, tónlistarkennari kynnti fyrst sérlegan rótara og umboðsmann, hann Birgi Loga, síðan komu inn á sviðið þau Marta María, Sólveig, Daníela, Dagrún Inga, Þorkell og Þröstur. Áður en tónleikunum lauk, færðu hljómsveitarmeðlimir kennurum sínum, þeim Önnu Sólveigu og Ásu Berglindi rósir í þakklætisskyni fyrir alla aðstoðina og hvatninguna og síðan voru tvö laganna flutt aftur.

Þegar tónleikagestir gengu út, voru hljómsveitarmeðlimir tilbúnir við útidyr að veita eiginhandaráritun.

Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru af Þorsteini Lýðssyni.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?